KnitPro

Knit Pro prjónavörurnar eru mjög vinsælar enda alveg óskaplega góðar!
Prjónarnir eru þannig að snúran er seld í sex mismunandi lengdum og er málið
á snúrunni merkt lengdinni sem hún nær með prjónunum á. Til dæmis er snúra sem merkt
er 60 cm. ekki nema 40 cm. löng en þegar búið er að skrúfa prjónana á endana verður
prjónninn 60 cm. langur. Prjónarnir eru svo í tveimur lengdum, stuttir fyrir 40 cm. snúru
(ermaprjónn) og svo langir fyrir allar aðrar lengdir. Stuttir prjónar koma frá númer 3,0 til 6,0 en
langir prjónar koma frá númer  3,0 til 15,0. Einnig eru til hringprjónar í númer 2,0 og 2,5 í 40,  60 og 80 cm.en þá eru þeir áfastir en ekki til að skrúfa.
Þetta eru prjónar sem vert er að prufa í hvaða garn sem er. Þeir eru mjög léttir og liprir, fara vel í hendi
og maður getur prjónað lengur í einu því maður þreytist ekki eins mikið í höndum og öxlum.
Ef verið er að prjóna tvennt í einu á sama hringprjóni, til dæmis sokka, ermar eða vettlinga
þá eru þessir prjónar næstum því nauðsynlegir því snúran er svo mjúk og lipur og
auðveldar það prjónaskapinn heilmikið.
Allir prjónarnir eru úr birki sem er svo búið að meðhöndla vel sem gerir það
að verkum að þeir klofna síður en aðrir prjónar.
 
Kveðja Begga

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband